Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Búdda sagði að það skipti minna máli hvað þú setur ofan í þig en meira máli skipta þau orð og hugsanir sem þú sendir frá þér. Þetta kemur upp í hugann núna þegar þetta mikla umrót er í þjóðfélaginu sem núna er. Því í góðæri undanfarinna ára hefur fólk verið upptekið af því að líta sem flottast út á yfirborðinu, með því að fara í ræktina og borða hollan mat, en gleymt að rækta andann. Það er mun mikilvægara að vera góður í hjarta en flottur í útliti. Þetta eru dyggðir sem hafa verið á miklu undanhaldi á síðustu árum. Hroki, sjálfumgleði, frekja og græðgi eru þeir lestir sem mest hefur borið á. Hjartagæska, góðvild og umburðarlyndi eru hinsvegar á undanhaldi.
Er ekki nú komið að þeim tímamótum að við ættum að staldra við og spyrja okkur að því hvort þetta sé sá heimur sem við viljum lifa í eða hvort við viljum að heimurinn verði eins og í amerískri framtíðar bíómynd þar sem allt er eins ömurlegt og hugsast getur. Þetta er nú einu sinni undir okkur sjálfum komið en ekki í höndum einhverra annarra sem hægt sé að treysta á að komi öllu í lag. Notum tækifærið og komum hinum góðu gildum til vegs og virðingar í þjóðfélagi okkar.
Dægurmál | 12.12.2008 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjararáð getur ekki lækkað launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 2.12.2008 | 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)