Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hugsa áður en er byrjað

Það fólk sem lætur það eftir sér, já og öðrum, að prófa eiturlyf þarf að hugsa er hvort það sé tilbúið að leggja líf sitt, og ættingja sinna, í hendur þessarra hrotta sem svífast einskis í eyturlyfja gróðavoninni. Þessum mönnum er auðsjáanlega alveg sama um líf annars fólks og er það því mikið ábyrgðar mál fyrir fólk að prófa fyrsta smókinn, pilluna eða að taka í nösina. Er það vilji fólks að láta glæpamenn stjórna lífi okkar? Það eru neytendur sem skapa eftirspurnina.
mbl.is Ræningjarnir teknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðasvindlið

Er það ekki merkilegt með lífeyrissjóðina að þegar allt lék í lyndi og gróðinn var þvílíkur að þá var ekki ástæða til að hækka greiðslur til þeirra sem fengu greiðslur úr sjóðunum. En um leið og eitthvað bjátar á þá verður að skerða greiðslur til fólks. Væri ekki nær að þetta fólk sem stýrir sjóðunum lækkuðu launin hjá sér því ég get ekki séð ástæðu til þess að þeir séu á miklu hærri launum en það fólk sem þeir eru umbjóðendur fyrir. Ég segi bara áfram Helgi í Góu.

Bara til að vera á móti

Sigmundur Davíð er að ná því á örskömmum tíma að verða einn leiðinlegasti pólitíkus landsins og er farinn að slá Steingrími J. út. Að menn haldi það að vera bara á móti öllu sem hinir segja sé þeim til framdráttar er stór skrítið. Framsóknarflokkurinn hefur auðsjáanlega bara skipt um andlit en ekkert annað.

Höfundur

Ágúst Ragnarsson
Ágúst Ragnarsson
1. Tónlist 2. Málefni líðandi stundar 3. Þróunarheimspeki

Tónlistarspilari

Ágúst Ragnarsson - Eilifi Andi

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...manutd_com2
  • ..._manutd_com
  • ...pa310021
  • ...2364_927802

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband