Er það ekki merkilegt með lífeyrissjóðina að þegar allt lék í lyndi og gróðinn var þvílíkur að þá var ekki ástæða til að hækka greiðslur til þeirra sem fengu greiðslur úr sjóðunum. En um leið og eitthvað bjátar á þá verður að skerða greiðslur til fólks. Væri ekki nær að þetta fólk sem stýrir sjóðunum lækkuðu launin hjá sér því ég get ekki séð ástæðu til þess að þeir séu á miklu hærri launum en það fólk sem þeir eru umbjóðendur fyrir. Ég segi bara áfram Helgi í Góu.
Athugasemdir
Tek heils hugar undir með þér, Ágúst!
Hlédís, 20.5.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.