Evrópu andstæðingar

Þetta er svoldið áberandi hjá Mogganum og MBL að slá endalaust upp neikvæðum fréttum um Evruna og Evrópusambandið.
mbl.is Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleikur

Þessi frétt yljar manni um hjartarætur. Væri gott ef fleirri tækju upp hjá sér eitthvað í líkingu við þetta.
mbl.is Gáfu kærleikskerti í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannfæring hvers

Það er alveg merkilegt í þessu þjóðfélagi að allir virðast hafa réttu skoðanirnar og vilja að allir aðrir eigi að fara eftir þeim. Hvernig í ósköpum geta sumir verið svo sannfærðir í sínum skoðunum að þeir eru tilbúnir að láta alla aðra í þjóðfélaginu bera ábyrgðina á því sem þeim finnst rétt og gildir þetta hvort sem menn eru með eða á móti Icesave eða fara inn í ESB eða ekki. Ja ég bara spyr.
mbl.is Þröngir flokkshagsmunir þurfa að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsa áður en er byrjað

Það fólk sem lætur það eftir sér, já og öðrum, að prófa eiturlyf þarf að hugsa er hvort það sé tilbúið að leggja líf sitt, og ættingja sinna, í hendur þessarra hrotta sem svífast einskis í eyturlyfja gróðavoninni. Þessum mönnum er auðsjáanlega alveg sama um líf annars fólks og er það því mikið ábyrgðar mál fyrir fólk að prófa fyrsta smókinn, pilluna eða að taka í nösina. Er það vilji fólks að láta glæpamenn stjórna lífi okkar? Það eru neytendur sem skapa eftirspurnina.
mbl.is Ræningjarnir teknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðasvindlið

Er það ekki merkilegt með lífeyrissjóðina að þegar allt lék í lyndi og gróðinn var þvílíkur að þá var ekki ástæða til að hækka greiðslur til þeirra sem fengu greiðslur úr sjóðunum. En um leið og eitthvað bjátar á þá verður að skerða greiðslur til fólks. Væri ekki nær að þetta fólk sem stýrir sjóðunum lækkuðu launin hjá sér því ég get ekki séð ástæðu til þess að þeir séu á miklu hærri launum en það fólk sem þeir eru umbjóðendur fyrir. Ég segi bara áfram Helgi í Góu.

Bara til að vera á móti

Sigmundur Davíð er að ná því á örskömmum tíma að verða einn leiðinlegasti pólitíkus landsins og er farinn að slá Steingrími J. út. Að menn haldi það að vera bara á móti öllu sem hinir segja sé þeim til framdráttar er stór skrítið. Framsóknarflokkurinn hefur auðsjáanlega bara skipt um andlit en ekkert annað.

Sama lag

Er það ekki samt svoldið fyndið að viðlagið í lögunum í 2 og 4 sæti er það sama!!
mbl.is 69 þúsund atkvæði greidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartagæska, góðvild og umburðarlyndi.

Búdda sagði að það skipti minna máli hvað þú setur ofan í þig en meira máli skipta þau orð og hugsanir sem þú sendir frá þér. Þetta kemur upp í hugann núna þegar þetta mikla umrót er í þjóðfélaginu sem núna er. Því í góðæri undanfarinna ára hefur fólk verið upptekið af því að líta sem flottast út á yfirborðinu, með því að fara í ræktina og borða hollan mat, en gleymt að rækta andann. Það er mun mikilvægara að vera góður í hjarta en flottur í útliti. Þetta eru dyggðir sem hafa verið á miklu undanhaldi á síðustu árum. Hroki, sjálfumgleði, frekja og græðgi eru þeir lestir sem mest hefur borið á. Hjartagæska, góðvild og umburðarlyndi eru hinsvegar á undanhaldi.

Er ekki nú komið að þeim tímamótum að við ættum að staldra við og spyrja okkur að því hvort þetta sé sá heimur sem við viljum lifa í eða hvort við viljum að heimurinn verði eins og í amerískri framtíðar bíómynd þar sem allt er eins ömurlegt og hugsast getur. Þetta er nú einu sinni undir okkur sjálfum komið en ekki í höndum einhverra annarra sem hægt sé að treysta á að komi öllu í lag. Notum tækifærið og komum hinum góðu gildum til vegs og virðingar í þjóðfélagi okkar.


Það er til ráð

Þar sem Kjararáð hefur aldrey dansað í takt við nokkuð sem er að gerast í þjóðfélaginu, þá er nákvæmlega tíminn núna til að leggja það af og spara pening á því. Þá geta þingmenn rétt upp hendur eins og þeir gerðu fyrir tíma Kjararáðs og sýnt þjóðinni hvort þeim sé alvara eða ekki.
mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ágúst Ragnarsson
Ágúst Ragnarsson
1. Tónlist 2. Málefni líðandi stundar 3. Þróunarheimspeki

Tónlistarspilari

Ágúst Ragnarsson - Eilifi Andi

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...sunset
  • ...manutd_com2
  • ..._manutd_com
  • ...pa310021
  • ...2364_927802

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband